Leita í fréttum mbl.is

Ofurseld

Við vorum rekin áfram af ótta , sjálfsblekkingu , eiginhagsmunakennd , og sjálfvorkunn - troðum öðrum um tær uns þeir gjalda í sömu mynt.

AA-bókin bls 81 


Bættur skaðinn

Í mörgum tilvikum munum við komast að raun um , að þótt við höfum ekki gert öðrum verulega til miska, þá hefur okkar eigið tilfinningalíf mátt gjalda þess.

Sporabókin bls 80

 


Lífsmynstur

Við leituðum fyrir okkur sömu undankomu með örvæntingu drukknandi manns. Það sem í fyrstu sýndist vera blaktandi hálmstrá hefur reynst vera hin elskandi og sterka hönd guðs. Okkur hefur verið gefið nýtt líf eða ''lífsmynstur'' , sem ekki svíkur.

 

AA-bókin bls 49 


Viðmið

Við skulum líta aftur á listann okkar.

Við hættum að hugsa um yfirsjónir annarra og fórum þess í stað að leita gaumgæfilega að eigin mistökum. Hvenær höfðum við verið eigingjörn, óheiðarleg og óttaslegin ?

AA-bókin bls 86 


Að létta byrðina

Að sýna öðrum sem þjást hvernig okkur hlotnaðist hjálp er einmitt það sem gerir okkur lífið þess virði að lifa því....... hin dimma fortíð þín ........  lykillinn að lífshamingju annara.

AA-bókin bls 137 


Yfirbót

Við reyndum að hreinsa burtu sorann sem hafði safnast fyrir meðan við reyndum að byggja líf okkar á eigingirni og að stjórna öllu sjálf á leiksviði lífsins.  Ef við höfum ekki nægan vilja til að gera þetta , biðjum við þangað til við öðlumst hann. Við skulum minnast þess, að í byrjun urðum við sammála um að við skyldum gera hvað sem væri til að sigrast á áfenginu.

 

AA-bókin bls 94 


Að gefa

Þótt þeir vissu að þeir yrðu að hjálpa öðrum alkóhólistum til þess að geta verið ódrukknir sjálfir ,hvarf sú forsenda í skuggann fyrir hamingjunni sem fylgdi því að gefa öðrum af sjálfum sér .

AA-bókin bls 167 


Bundin

Leystu mig ú sjálfsfjötrunum , svo að mér auðnist betur að lúta vilja þínum .

AA-bókin bls 82 


Gátan leyst

Það kann að vera mögulegt að útskýra andlega reynslu á borð við okkar, en oft hef ég reynt að útskýra mína eigin en aðeins tekist að segja frá henni.  Ég veit hvernig ég upplifði hana og til hvers hún leiddi, en ég geri mér ljóst að ég get aldrei botnað í hvers vegna og hvernig.

 

Lífsviðhorf Bills bls 313 


Að flytja boðskapinn.

Getum við sýnt sama kærleiksanda og umburðarlyndi í heimilislífinu , sem stundum er farið úr skorðum , og við sýnum í AA-deildinni okkar ??

 Sporabókin bls 112 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Hall
Einar Hall
Jákvæðar tilfinningar staðfesta að við lifum lífinu í eðlilegu hugarástandi þar sem við höfum aðgang að meðfæddri uppsprettu góðra kennda.

Eldri færslur

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband