9.9.2007 | 19:47
Nýjar dyr ljúkast upp
Þau hafa (loforðin) verið uppfyllt á meðal okkar - stundum með skjótum hætti, stundum hægt.
AA -bókin bls 101
Loforðin sem talað er um í þessari setningu eru hægt og hægt að rætast í lífi mínu.það sem hefur gefið mér þessar vonir er framkvæmd níunda sporsins. Sporið hefur leyft mér að sjá og setja mér markmið í batanum. Gamlir ávanar og hegðun eyðast seint. Að vinna níunda sporið leyfir mér að loka úti þann mann sem ég var orðinn og opnar mér nýjarleiðir ódrukknum. það skiptir sköpun fyrir mig að biðja fyrirgefningar beint. þegar ég lagfæri umgengni og framkomu liðinna daga verð ég færari að lifa allsgáður ! Þótt ég hafi verið án áfengis í nokkur ár kemur fyrir að rústir fortíðarinnar þarf að lagfæra , og níunda sporið hrífur alltaf þegar ég nota það.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.