17.9.2007 | 17:43
Hugarfriður
Eigum vi að leggja málið fyrir leiðbeinanda okkar eða andlegan ráðgjafa, biðja guð um hjálp og leiðsögn og síðan áhveða að gera það sem rétt er , þegar það liggur ljóst fyrir ,hvað sem það kostar.
Sporabókin bls 86
Ég trúi að þáttur æðri máttar sé ómissandi við níunda spors vinnuna . Fyrirgefning, tímasetning og réttar forsendur eru hinir þættirnir. Vilji minn til að vinna sporið er þroskandi reynsla sem opnar dyrnar nýjum og ærlegum samböndum við fólk sem ég hef gert til miska. Ábyrg afstaða færir mig nær andlegum markmiðum stefnunnar - kærleika og þjónusta. Hugarfriður , jafnvægi og trúarstyrkur fylgja örugglega í kjölfarið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.