26.9.2007 | 23:55
Leiðsögn æðri máttar
Gættu þess, að hafa samband þitt við guð óflekkað , þá mun mikið hlotnast þér og ótalmörgum öðrum. Þetta er okkur hinn mikli sannleikur.
AA-bókin bls 172
Mér virtist vera ofviða að vera í góðu sambandi við guð. Öngþveiti fortíðarinnar hafði skilið við mig fullan sektarkenndar og skömmustu og það vafðist fyrir mér hvernig þetta "guðskjaftæði" gæti gagnast. AA-samtökin sögðu mér að ég yrði að leggja vilja minn og líf í hendur guðs eins og ég skil hann. Þegar ég átti einskins úrkosta kastaði ég mér á hné og kallaði "guð ég get þetta ekki Hjálpaðiu mér". Þegar ég hafði viðurkennt stjórnleysi mitt var sem leiftri brygði yfir sál mína og í ljós kom vilji til að láta guð stjórna lífi mínu. Með hann við stýrið var skammt að bíða stórra atburða og ég fann fyrir upphafi allsgáðs lífs.
Athugasemdir
Ég sannreyni þetta reglulega Þriðja sporið er mér svo dýrmætt, þangað sæki ég kjarkinn til að stíga inn í óttann og úr honum. Eins og í gær Þvílíkur sigur!!!! Guð ER
Díana (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.