26.9.2007 | 23:55
Leiðsögn æðri máttar
Gættu þess, að hafa samband þitt við guð óflekkað , þá mun mikið hlotnast þér og ótalmörgum öðrum. Þetta er okkur hinn mikli sannleikur.
AA-bókin bls 172
Mér virtist vera ofviða að vera í góðu sambandi við guð. Öngþveiti fortíðarinnar hafði skilið við mig fullan sektarkenndar og skömmustu og það vafðist fyrir mér hvernig þetta "guðskjaftæði" gæti gagnast. AA-samtökin sögðu mér að ég yrði að leggja vilja minn og líf í hendur guðs eins og ég skil hann. Þegar ég átti einskins úrkosta kastaði ég mér á hné og kallaði "guð ég get þetta ekki Hjálpaðiu mér". Þegar ég hafði viðurkennt stjórnleysi mitt var sem leiftri brygði yfir sál mína og í ljós kom vilji til að láta guð stjórna lífi mínu. Með hann við stýrið var skammt að bíða stórra atburða og ég fann fyrir upphafi allsgáðs lífs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.9.2007 | 23:07
Sameinaðir stöndum við - eða föllum
.......enginn félagsskapur karla og kvenna hefur nokkru sinni haft eins brýna þörf fyrir stanslaus áhrif og varanlega samstöðu . Við sjáum það , alkóhólistar, að vinna saman og hanga hver í öðrum ,ellegar munum við deyja hver í sínu horni.
AA-bókin bls 163
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 17:43
Hugarfriður
Eigum vi að leggja málið fyrir leiðbeinanda okkar eða andlegan ráðgjafa, biðja guð um hjálp og leiðsögn og síðan áhveða að gera það sem rétt er , þegar það liggur ljóst fyrir ,hvað sem það kostar.
Sporabókin bls 86
Ég trúi að þáttur æðri máttar sé ómissandi við níunda spors vinnuna . Fyrirgefning, tímasetning og réttar forsendur eru hinir þættirnir. Vilji minn til að vinna sporið er þroskandi reynsla sem opnar dyrnar nýjum og ærlegum samböndum við fólk sem ég hef gert til miska. Ábyrg afstaða færir mig nær andlegum markmiðum stefnunnar - kærleika og þjónusta. Hugarfriður , jafnvægi og trúarstyrkur fylgja örugglega í kjölfarið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 23:47
Að gera yfirbót
Umfram allt verðum við að ganga fullkomlega úr skugga um að við sláum engu á frest vegna ótta.
Sporabókin bls 87
Að hafa kjark . Að vera óhræddur. Það eru gjafir batans. Þær gefa mér kjark til að biðja um hjálp og að halda áfram að bæta fyrir brotin af virðingu og auðmýkt . Að biðjast fyrirgefningar kann að krefjast töluvert mikils heiðarleika sem mér finnst vanta , en með hjálp guðs og annara get ég öðlast þann innri styrk . Fyrirgefningarbónum mínum kann að verða tekið, eða ekki, en að þeim loknum get ég borið höfuð hátt vitandi að í dag er ég ábyrgur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2007 | 19:47
Nýjar dyr ljúkast upp
Þau hafa (loforðin) verið uppfyllt á meðal okkar - stundum með skjótum hætti, stundum hægt.
AA -bókin bls 101
Loforðin sem talað er um í þessari setningu eru hægt og hægt að rætast í lífi mínu.það sem hefur gefið mér þessar vonir er framkvæmd níunda sporsins. Sporið hefur leyft mér að sjá og setja mér markmið í batanum. Gamlir ávanar og hegðun eyðast seint. Að vinna níunda sporið leyfir mér að loka úti þann mann sem ég var orðinn og opnar mér nýjarleiðir ódrukknum. það skiptir sköpun fyrir mig að biðja fyrirgefningar beint. þegar ég lagfæri umgengni og framkomu liðinna daga verð ég færari að lifa allsgáður ! Þótt ég hafi verið án áfengis í nokkur ár kemur fyrir að rústir fortíðarinnar þarf að lagfæra , og níunda sporið hrífur alltaf þegar ég nota það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 20:00
Gangstéttin mín megin
Erindið er að gera hreint fyrir dyrum okkar ,því okkur er ljóst að við fáum engu áorkað að gagni fyrr en það er um garð gengið ,en við reynum aldrei að segja honum hvað beri að gera . Ávirðingar hans eru ekki ræddar . Við höldum okkur við okkar eigin.
AA bókin bls 95
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2007 | 21:23
Frækorn trúar
Trú er vissulega nauðsynleg en hún ein má sín einskins.
Við getum haft trú en samt haldið guði utan við líf okkar.
Sporabókin bls 34
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 18:47
Endurreisn
Já það er langt endurreisnartímabil framundan.
AA-bókin bls 100
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 18:55
Nýtt líf hafið
Við teljum það vera skort á hugsun þegar einhver segir , að það eitt að vera ódrukkin sé nægjanlegt.
AA-bókin bls 100
Þegar ég íhuga níunda sporið sé ég að það er ekki nóg að hætta að drekka. Ég verð að muna vonleysi mitt áður en af mér rann og hve fús ég var til að leggja allt í sölurnar þess vegna. Félagar mínir láta sér ekki nægja að vera án áfengis , en hins vegar verð ég að sjá að guðsgjöfin er líka til að hefja nýtt líf með fjölskyldu minni og ástvinum. Ekki er síður áríðandi að ég sé reiðubúinn að hjálpa öðrum sem vilja ganga AA leiðina. Ég bið guð að hjálpa mér til að gefa hlutdeild í gjöfum allsgáða lífsins svo að þeir sem ég elska og þekki megi njóta góðs af.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2007 | 14:14
Ástæða til að trúa
Viljinn til að vaxa er kjarni alls andlegs þroska.
Lífsviðhorf Bills bls 171
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eldri færslur
Bloggvinir
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trump vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
- Ákvörðun Trumps veldur titringi
- Viljum hvorki vera Danir né Bandaríkjamenn
- Tollahótanir Trumps vekja urg
- Mikill vindur gæti leitt til fleiri elda
- Viðurkennir ábyrgð og segir af sér
- Segir gagnrýnendur þurfa betri brellur